Home Fréttir Í fréttum Í hvað fóru all­ar millj­ón­irn­ar?

Í hvað fóru all­ar millj­ón­irn­ar?

158
0
Mynd: mbl.is/​Hari

Fram­kvæmd­ir við hús­in þrjú við Naut­hóls­veg 100 sem sam­an­standa af bragga, náðhúsi og skemmu hafa vakið at­hygli síðustu vik­ur vegna hundraða millj­óna króna framúr­keyrslu í fram­kvæmd­um á hús­un­um á veg­um borg­ar­inn­ar.

<>

Nú stend­ur yfir óháð rann­sókn á innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borg­ar á fram­kvæmd­un­um og í gær var samþykkt í borg­ar­ráði að út­víkka rann­sókn­ina í því skyni að gera heild­ar­út­tekt á öllu því ferli sem end­ur­gerð bragg­ans. Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í borg­ar­stjórn, sagði í sam­tali við mbl.is í gær, eft­ir vett­vangs­ferð borg­ar­stjórn­ar­flokks­ins um bragg­ann, að flokk­ur­inn vilji tryggja að málið verði upp­lýst að fullu og að komið verði í veg fyr­ir alla yf­ir­hylm­ingu.

Úr bragga, skemmu og náðhúsi í mat­sölustað, frum­kvöðlaset­ur og fyr­ir­lestra­sal

Í frum­kostnaðaráætl­un sem gerð var af verk­fræðistof­unni Eflu í júlí 2015 kem­ur fram að end­ur­bæt­ur á bragga og svo­kölluðu náðhúsi ættu að kosta um 250 til 330 þúsund krón­ur á fer­metra eða 34 til 39 millj­ón­ir króna.

Þá var lagt til að viðbygg­ing­in, eða skemm­an, yrði rif­in vegna slæms ástands og gert var ráð fyr­ir að það myndi kosta 34 til 36 millj­ón­ir króna. Áætlaður heild­ar­kostnaður til verk­efn­is­ins var því 146 til 158 millj­ón­ir króna.
Þrem­ur árum seinna hef­ur kostnaðaráætl­un­in farið gríðarlega fram út upp­haf­legri áætl­un og hafa fram­kvæmd­irn­ar við bragg­ann kostað um 415 millj­ón­ir.

Þá skal tekið fram að verki við viðbygg­ing­una er langt frá því að vera lokið. Mat­sölustaður hef­ur opnað í bragg­an­um og náðhúsið verður brátt tekið í notk­un sem fyr­ir­lestr­ar­sal­ur fyr­ir Há­skól­ann í Reykja­vík. Til stend­ur að frum­kvöðlaset­ur opni í viðbygg­ing­unni.

Kostnaður við smíðavinnu yfir 100 millj­ón­ir
Það ligg­ur bein­ast við að skoða nán­ar í hvað rúmu 400 millj­ón­irn­ar hafa farið. Höf­und­ar­rétt­ar­var­in strá hafa vakið mikla at­hygli, sem og hönn­un­ar­ljósakrón­ur frá Dan­mörku sem greint var frá í Frétta­blaðinu í morg­un, en hvor um sig kostuðu tæpa millj­ón króna.

Hér verður hins veg­ar farið nán­ar út í heild­ar­kostnaðinn sem hef­ur fylgt fram­kvæmd­un­um við Bragg­ann í Naut­hóls­vík.

Sund­urliðun yfir kostnaðinn má finna í um­sögn full­trúa Skrif­stofu Eigna- og at­vinnuþró­un­ar við fyr­ir­spurn­um full­trúa minni­hlut­ans í borg­ar­ráði vegna yf­ir­lits yfir fram­kvæmd­ir við bragg­ann.

Ef tek­inn er sam­an kostnaður við fram­kvæmd­ir á bygg­ing­un­um þrem­ur sést að kostnaður við að rífa viðbygg­ing­una var tæp­ar 30 millj­ón­ir.

Mest­ur kostnaður fór í smíðavinnu, eða um 125 millj­ón­ir. Þar af eru tæp­ar 106 millj­ón­ir sem verk­taka­fyr­ir­tækið Smiður­inn þinn lfs fékk greitt frá borg­inni, sem er mesti útlagði kostnaður til eins aðila.

Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­fús Örn Sig­urðsson, sagði í sam­tali við Eyj­una að upp­lýs­ing­arn­ar sem borg­in sendi frá sér séu ekki rétt­ar þar sem ekki var tekið mið af efn­is­kostnaði. Seg­ir hann að 67 millj­ón­ir hafi farið í vinnu og 38 millj­ón­ir í efn­is­kostnað.

Efni og vinna við bar­borð fyr­ir 3,5 millj­ón­ir
Kostnaður við múr­verk er 36,4 millj­ón­ir, stál­bog­ar sem notaðir voru við upp­bygg­ingu bragg­ans kostuðu tæp­ar 6 millj­ón­ir og þá voru 8,5 millj­ón­ir greidd­ar í máln­ing­ar­vinnu.

Stál­glugg­ar í bragg­ann kostuðu 4,5 millj­ón­ir og bar­borð um eina millj­ón. Kostnaður við að smíða bar­borðið var um 2,5 millj­ón. Þá var kostnaður við inn­rétt­ing­ar, hurðir og borðplötu rúm­ar 4 millj­ón­ir.

Þegar kem­ur að ýmis kon­ar frá­gangi má telja til vinnu við loftræst­ingu sem var um 15 millj­ón­ir, 16 millj­ón­ir í pípu­lagn­ir og rúm­lega 35 millj­ón­ir í raflagn­ir.

23 millj­ón­ir í fram­kvæmd­ir við lóð bragg­ans
Jarðvinna við bragg­ann og lóð hans kostaði um 8 millj­ón­ir. Hönn­un lóðar­inn­ar kostaði rúm­lega 5 millj­ón­ir, en þar inn í eru strá­in marg­um­töluðu. Kostnaður við frá­gang lóðar­inn­ar var rúm­lega 20 millj­ón­ir.

Arki­búll­an ehf. Fékk rúm­ar 28 millj­ón­ir greidd­ar fyr­ir arki­tekt­ar­vinnu en fyr­ir­tækið hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem kem­ur fram að Arki­búll­an hafi hannað end­ur­bygg­ingu á Naut­hóls­vegi 100 í sam­ræmi við ósk­ir verk­kaupa og eft­ir­lit arki­tekta­stof­unn­ar fólst í því að fylgj­ast með því að iðnaðar­menn fylgdu teikn­ing­um og verk­in væru sann­an­lega unn­in.

Þá má nefna að kostnaður við ástands­mat, sem fram­kvæmt var af verk­fræðistof­unni Eflu, var rúm­ar 28 millj­ón­ir. Þá fengu Orku­veita Reykja­vík­ur og Orka nátt­úr­unn­ar sam­tals greidd­ar 2,7 millj­ón­ir og rúm­ar 800 þúsund krón­ur voru greidd­ar til borg­ar­inn­ar fyr­ir bygg­inga­leyfi.

Þá var miðlæg­ur stjórn­sýslu­kostnaður sam­tals rúm­ar 12 millj­ón­ir.

Lóðavinna við Bragg­ann kostaði um 23 millj­ón­ir. mbl.is/​Hari
Allt frá 4.700 krón­um til 105 millj­óna

Sam­kvæmt sund­urliðun kostnaðar eru tald­ar til 403.992.836 krón­ur við fram­kvæmd­irn­ar á hús­un­um þrem­ur.

Hæsta upp­hæð sund­urliðun­ar­inn­ar eru 105,5 millj­ón­ir sem greidd­ar voru Smiðnum þínum ehf. og lægsta upp­hæðin er 4.700 krón­ur sem greidd­ar voru vegna flutn­ings.

Kostnaður­inn hef­ur því farið 245 millj­ón­ir fram úr upp­haf­legri kostnaðaráætl­un. Heild­ar­stærð hús­anna þriggja; bragg­ans, náðhúss­ins og skemm­unn­ar, er 450 fer­metr­ar. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar myndu kosta um 250 til 330 þúsund krón­ur á fer­metra en miðað við stöðuna í dag er kostnaður við hvern fer­metra 898 þúsund krón­ur.

All­ar fram­kvæmd­ir við bragg­ann hafa verið stöðvaðar, en mik­il vinna er eft­ir í viðbygg­ing­unni, þar sem til stend­ur að opna frum­kvöðlaset­ur. Ekki er víst hvenær óháðri rann­sókn innri end­ur­skoðunar borg­ar­inn­ar lýk­ur, en borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans hafa lagt áherslu á að rann­sókn­in verði unn­in eins hratt og ör­ugg­lega og hægt er.

Á sama tíma hef­ur borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins lagt fram bók­un í borg­ar­ráði að innri end­ur­skoðun borg­ar­inn­ar sé óhæf til verks­ins vegna ákveðinna tengsla og vegna upp­lýs­inga sem hún hefði haft all­an þann tíma sem end­ur­bygg­ing bragg­ans fór fram.

Fyr­ir vikið yrði varla hægt að telja niður­stöður henn­ar áreiðan­leg­ar. Þá hef­ur Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, sagt til­lögu meiri­hlut­ans um út­víkk­un á óháðri rann­sókn innri end­ur­skoðunar vera „aumt yfir­klór.“

Heimild: Mbl.is