Nú eru framkvæmdir við Brúarvirkjun komnar á fullt skrið. Skrifað var undir samning við HS Orku þann 21. júní sl. og hóf Ístak strax vinnu við að hreinsa gróðurlög og greftrun á lausum jarðlögum þar sem rísa mun stöðvarhús.
Ístak sér um gerð allra stífla, skurða og landmótun vegna virkjunarinnar ásamt uppsteypu inntaks, botnrásar, yfirfalls og stöðvarhúss. Fullnaðarfrágangur þessara mannvirkja með tilheyrandi yfirborðsfrágangi flata, lögnum, loftræsingu og hefðbundnum föstum búnaði, vélbúnaði, og glertrefjahluta þrýstipípu virkjunar er einnig í okkar höndum.
Í raun má segja að Ístak sjái um að fullgera virkjunina að frátöldu því að útvega vél- og lokubúnað, stöðvarspenna og þrýstipípu ásamt uppsetningu á stálhluta þrýstipípunnar og lokubúnaði.
Áætluð verklok eru í mars 2020
Heimild: Ístak.is