Fundur um tillögu að deiliskipulagi „Grímsstaðareits” í miðbæ Hveragerðis, verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudaginn 26. maí nk. kl. 19:30.
Deiliskipulagssvæðið, sem sést hér á yfirlitsmynd, afmarkast af Breiðumörk, Þórsmörk, Reykjamörk og Þelamörk. Á svæðinu eru nú m.a. Blómaborg og Mæran/Gottís við Breiðumörk, tvær garðyrkjustöðvar við Þelamörk og nokkur einbýlishús við Breiðumörk, Heiðmörk og Reykjamörk. Garðyrkjustöðvarnar Grímsstaðir og Rósakot voru á þessu svæði hér áður fyrr. Á fundinum gerir Páll Gunnlaugsson arkitekt grein fyrir tillögu að deiliskipulagi svæðisins ásamt greinargerð og skipulags- og byggingarskilmálum. Deiliskipulagstillagan er unnin af Ask Arkitektum ehf.
Heimild: Hveragerðisbær