Tilboð opnuð 14. ágúst 2018. Hafnarstjórn Grindavíkur óskaði eftir tilboðum í ofangreint verk.
Helstu verkþættir eru:
· Steypa upp tvö rafbúnaðarhús, stöpla, brunna og polla.
· Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn.
· Leggja vatnslögn, heitavatnslögn og frárennslislögn
· Jafna undir þekju og malbik
· Steypa þekju um 4.800 m2
· Malbikun um 1.000 m2
· Raforkuvirki
Verkinu er áfangaskipt, fyrri hluta skal lokið eigi síðar en 15.október 2018 og þeim síðari 15. júlí 2019.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
H.h. Smíði ehf., Grindavík | 183.296.640 | 119,6 | 20.797 |
Stálborg ehf., Hafnarfirði | 163.604.875 | 106,7 | 1.105 |
Hagtak hf. Hafnarfirði | 162.500.000 | 106,0 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 153.306.805 | 100,0 | -9.193 |