Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Grindavík – Miðgarður, þekja, lagnir og raforkuvirki

Opnun útboðs: Grindavík – Miðgarður, þekja, lagnir og raforkuvirki

356
0

Tilboð opnuð 14. ágúst 2018. Hafnarstjórn Grindavíkur óskaði eftir tilboðum í ofangreint verk.

<>

Helstu verkþættir eru:

·           Steypa upp tvö rafbúnaðarhús, stöpla, brunna og polla.

·           Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn.

·           Leggja vatnslögn, heitavatnslögn og frárennslislögn

·           Jafna undir þekju og malbik

·           Steypa þekju um 4.800 m2

·           Malbikun um 1.000 m2

·           Raforkuvirki

Verkinu er áfangaskipt, fyrri hluta skal lokið eigi síðar en 15.október 2018 og þeim síðari 15. júlí 2019.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
H.h. Smíði ehf., Grindavík 183.296.640 119,6 20.797
Stálborg ehf., Hafnarfirði 163.604.875 106,7 1.105
Hagtak hf. Hafnarfirði 162.500.000 106,0 0
Áætlaður verktakakostnaður 153.306.805 100,0 -9.193