ÞG Verk bauð lægst í byggingu nýrrar aðaldælustöðvar hitaveitu Selfossveitna við Austurveg 67 á Selfossi.
Tvö tilboð bárust í verkið sem var boðið út í júlímánuði. Tilboð ÞG Verks hljóðaði upp á rúmlega 361,3 milljónir króna. Vörðufell ehf bauð einnig í verkið, rúmlega 377,8 milljónir króna. Kostnaðaráætlun sveitarfélagsins hljóðaði upp á rúmlega 335,6 milljónir króna.
Um er að ræða uppsteypt hús á tveimur hæðum við núverandi hitaveitugeymi með tengigangi yfir í núverandi hús.
Stefnt er að því að dælustöðin verði fullfrágengin og tilbúin til rekstrar þann 15. nóvember á næsta ári. Heildarverklok eru þann 15. júní 2020.
Heimild: Sunnlenska.is