Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu 4,4 km kafla Laxárdalsvegar frá Gröf að Lambeyrum (Hólkotsá), ásamt útlögn klæðingar.
Helstu magntölur eru:
Fyllingar og fláafleygar 51.490 m3
Styrktarlag 20.950 m3
Burðarlag 5.950 m3
Tvöföld klæðing 36.000 m2
Frágangur fláa 60.800 m2
Ræsalögn 300 m
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2019.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Borgarnesi, Borgarbraut 66 og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 13. ágúst 2018.
Verð útboðsgagna er 2.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 28. ágúst 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.