F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Bústaðavegur milli Kringlumýrarbrautar og Veðurstofuvegar. Göngu- og hjólastígar, útboð nr.14295.
Stutt yfirlit yfir verkið:
- Upprif á núverandi yfirborði, m.a. stígum og tröppum
- Gerð göngu- og hjólastígs milli Kringlumýrarbrautar og Veðurstofuvegar ásamt aðlögun á aðliggjandi stígum.
- Gerð stoðveggja og trappa úr forsteyptum einingum.
- Lagning hitaveitulagna, gröftur fyrir háspennustrengjum ásamt niðursetning vatns- og grjótsvelgja.
- Götulýsing við stíga.
- Lagning snjóbræðslulagna og breytingar á eldri kerfi.
Magntölur:
- Upprif malbiks: 610 m2
- Upprif steypu: 526 m2
- Uppúrtekt: 2900 m3
- Fylling: 1800 m3
- Mulningur: 2010 m2
- Malbik: 2130 m2
- Þökulögn: 2120 m2
- Stoðveggur: 48 m2
- Forsteypt þrep: 20 stk
- Hitaveitulagnir: 84 m
- Snjóbræðslulagnir: 380 m
- Jarðstrengir: 800 m
- Ljósastólpar: 23 stk.
Verklok: 30. nóvember 2018.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 9:00 þann 17. júlí 2018.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 31. júlí 2018.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is