Úr fundagerð Bæjarráðs Garðabæjar 23. (1838). fundur þann 03.07.2018
Við opnun tilboða sem fór fram þriðjudaginn 26. júní sl. voru lögð fram eftirfarandi tilboð. Hreinsitækni ehf. kr. 42.474.000 Kostnaðaráætlun kr. 39.900.000 Fyrir liggur að röng dagsetning var tilgreind í auglýsingu útboðsins hvað varðar tímasetningu á opnun tilboða í en þar kom fram að opnum færi fram 16. júní en ekki 26. júní eins og tilgreint var í útboðsgögnum. Bæjarráð samþykkir með vísan til ágalla í auglýsingu, og að öðru leyti við framkvæmd útboðsins, að hafna öllum tilboðum og auglýsa útboðið að nýju. Bjóðendum skal tilkynnt um ágalla við framkvæmd uppboðsins og þeir upplýstir um að útboðið verði auglýst að nýju. Jafnframt skulu þeir hvattir til að senda inn tilboð í kjölfar nýrrar auglýsingar. Heimild: Garðabær.is |
||
|
Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2018-2021