Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbætur á 2,6 km Skálholtsvegar austan Iðubúar við Laugarás, ásamt útlögn klæðingar og frágangi.
Helstu magntölur eru:
Fláafleygar 2.150 m3
Þurrfræsun 15.900 m2
Ræsi 18 m
Efra burðarlag 1.985 m3
Tvöföld klæðing 17.550 m2
Frágangur fláa 13.685 m2
Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2015.
Útboðsgögnin verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 11. maí 2015. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 27. maí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.