Fyrsta skóflustungan að nýju iðnaðarhúsnæði, við Ennisbraut 5 á Blönduósi, var tekin í gær.
Fyrirtækið Húnaborg ehf. byggir 372m2 iðnaðarhúsnæði sem skiptist í fimm einingar, hver eining verðum u.þ.b. 74m2. Húsið verður byggt á staðsteyptar undirstöður úr límtrésburðarvirki áklætt steinullareiningum.
Í byrjun árs voru fjórar umsóknir um byggingarleyfi frá Húnaborg ehf. samþykktar í skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar.
Húnaborg ehf. stefnir á að byggja tvö atvinnu-og eða geymsluhúsnæði sem og tvö raðhús á Blönduósi.
Heimild: Feykir.is