Home Fréttir Í fréttum Hætta við að fjár­festa í hót­el­um

Hætta við að fjár­festa í hót­el­um

461
0
Mynd: mbl.is/​​Hari

Hreiðar Her­manns­son, for­stjóri Stracta hót­els, seg­ir dæmi um að fjár­fest­ar hafi hætt við upp­bygg­ingu hót­ela. Þá séu bank­ar farn­ir að stíga á brems­una í hót­el­verk­efn­um.

<>

„Listi fyr­ir­hugaðra hót­ela er ótrú­leg­ur. Ég hef trú á því að aðeins brot af þess­um hót­el­um verði byggt,“ seg­ir Hreiðar um stöðuna.

Vegna óvissu um kjara­mál og sterks geng­is krón­unn­ar haldi er­lend­ir aðilar að sér hönd­um með fjár­fest­ingu í ferðaþjón­ust­unni. Rætt sé um mikl­ar launa­hækk­an­ir.

Áformað var að byggja tugi hót­ela víðsveg­ar um landið á næstu árum. Verði mörg þeirra sett á ís mun fjár­fest­ing í land­inu verða minni sem því nem­ur, sem og hag­vöxt­ur.

Feðgarnir Hermann Hreiðarsson og Hreiðar Hermannsson stóðu á bak við ...
Feðgarn­ir Her­mann Hreiðars­son og Hreiðar Her­manns­son stóðu á bak við bygg­ingu Stracta-hót­el­anna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Spá­ir sam­drætti í ár

Steinþór Jóns­son, hót­el­stjóri Hót­els Kefla­vík­ur, spá­ir færri bók­un­um í júní nú en í fyrra. „Ég held að þetta verði varn­ar­bar­átta og að það verði ein­hver sam­drátt­ur á ár­inu.“

Töl­ur Hag­stof­unn­ar benda til sam­drátt­ar í seld­um gistinótt­um í öll­um lands­hlut­um í apríl. Sé litið til fyrstu fjög­urra mánaða árs­ins er hins veg­ar aðeins sam­drátt­ur í þrem­ur lands­hlut­um af sex.

Sam­drátt­ur­inn á fyrstu fjór­um mánuðum árs­ins er mest­ur á Suður­nesj­um, eða 7%. Steinþór Jóns­son seg­ir bók­an­ir hafa tekið skarpa dýfu í maí. Hóp­ar hafi af­bókað gist­ingu.

Sam­drátt­ur­inn milli ára í apríl er mest­ur á Aust­ur­landi, eða 22%.

Þrá­inn Lárus­son, eig­andi Hót­els Hall­ormsstaðar og Hót­els Vala­skjálf­ar, rifjar upp áform síðustu rík­is­stjórn­ar um skatta­hækk­an­ir á ferðaþjón­ust­una. Umræðan ein og sér í fyrra hafi leitt til færri bók­ana í ár. Nú séu áhrif­in að ganga til baka.

HM muni draga úr eft­ir­spurn

Þá tel­ur Þrá­inn að Heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu muni hafa mark­tæk áhrif á eft­ir­spurn í ís­lenskri ferðaþjón­ustu. Reynsl­an af fyrri mót­um bendi til þess.

Erna Hauks­dótt­ir, fv. fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir vís­bend­ing­ar um að HM dragi úr inn­lendri eft­ir­spurn eft­ir gist­ingu á lands­byggðinni.

Ásamt þess­ari þróun kann hærra fast­eigna­mat að leiða til hærri fast­eigna­gjalda hjá hót­el­um. Kristó­fer Oli­vers­son, eig­andi Center­Hotels-keðjunn­ar, seg­ir þetta munu íþyngja rekstr­in­um enn frek­ar.

Líkt og í hót­el­geir­an­um er titr­ing­ur í flug­geir­an­um. Verðstríð á mörkuðum er talið munu reyna fjár­hags­leg­an styrk flug­fé­lag­anna.

Heimild: Mbl.is