Tilboð opnuð 3. maí 2018. Hafnarstjórn Grindavíkur óskaði eftir tilboðum í dýpkun innan Grindavíkurhafnar.
Um er að ræða stofndýpkun innan hafnar.
Helstu magntölur:
- Dýpkun innan hafnar í kóta -8,0 m
- Flatarmál dýpkunarsvæðis 4.764 m²
- Magn dýpkunarefna sem á að fjarlægja er um 13.318 m³
Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. desember 2018.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Sjótækni ehf., Kópavogi | 162.192.000 | 107,4 | 87.986 |
Áætlaður verktakakostnaður | 150.998.000 | 100,0 | 76.792 |
Hagtak hf., Hafnarfirði | 119.030.200 | 78,8 | 44.824 |
Björgun ehf., Reykjavík | 74.206.349 | 49,1 | 0 |