Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Salernishús við Jökulsárlón

Opnun útboðs: Salernishús við Jökulsárlón

319
0
Jökulsá á Breiðamerkursandi

Lesið er upp nafn bjóðanda og heildartilboðsfjárhæð m/vsk. ásamt kostnaðaráætlun.
Bókun frá Íslenska gámafélaginu fylgir fundargerð.

<>

“Íslenska gámafélagið ehf. kt. 470596-2289, verir alvarlegar athgasemdir við afar stuttan afhendingarfrest á salernishúsum, þ.e. eigi síðar en 31. maí nk, þ.e. rétt rúmum nánuði eftir opnun útboðsins, sem þar að auki er hraðútboð og umhugsunarfrestur framleiðanda því enn skemmri fyrir vikið.  Félagið sendi fyrirspurn til verkefnastjóra útboðsins þar sem óskað var eftir lengri fresti en því var hafnað.

Frestur þessi er fyllilega óraunhæfur bjóðendum sem eiga ekki áskilið salernishús tiltækt á lager og ætla sér því að kaupa byggingu til verkefnisins.  Gerður er áskilnaður um að salernishúsin séu CE vottuð en á sama tíma treystir enginn CE-vottaður framleiðandi í Evrópu sér til þess að afhenda salerni með svona skommum fyrirvara.

Með ofangreindri framkvæmd, telur Íslenska gámafélagið efh. að verið sé að takmarka samkeppni með óeðlilegum hætti og vinna gegn jafnræði bjóðenda, sem gengur í berhögg við meginreglur laga um opinber innkaup.  Þar að auki stuðlar ofangreind framkvæmd að því að aðeins einn aðili geti boðið í verkið, með þeim afleiðingum að kaupandi fær ekki hagkvæmasta tilboðið sem völ er á, sem er í andstöðu við markmið innkaupalaga um hagkvæmni í opinberum rekstri.”

 

1.  Húsasmiðjan
kr. 10.249.192.-

2. Hafnarbakki flutningatækni
kr. 33.567.000.-

3. Íslenska gámafélagið
kr. 20.000.000.-

4. A1 og Sér
kr. 50.410.000.-

Fleiri tilboð bárust ekki.
Kostnaðaráætlun kr. 15.000.000.-

Engar athugasemdir við framkvæmd fundarins….