Tilboð opnuð 24. apról 2018. Yfirborðsmerkingar akbrauta með málningu á öllum fjórum svæðum Vegagerðarinnar þ.e. Suðursvæði, Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði. Um er að ræða málun kantlína á vegum með bundið vegyfirborð 2018.
Verkið er boðið út til eins árs, ekki er um möguleika á framlengingu verksamnings að ræða.
Helstu magntölur
| Flutningur vinnuflokks | .500 | km | 
| Málaðar kantlínur | 2.000.000 | m | 
Verki skal að fullu lokið 1. september 2018.
| Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. | 
| Vegamál Vegmerking ehf., Reykjavík | 96.800.000 | 112,9 | 33.100 | 
| Vegamálun ehf., Reykjavík | 93.000.500 | 108,5 | 29.300 | 
| Áætlaður verktakakostnaður | 85.750.000 | 100 | 22.050 | 
| EKC Svergie Ab, Svíðþjóð | 63.700.010 | 74,3 | 0 | 
		
	











