Home Fréttir Í fréttum Fer­metra­verð í Norðurþingi rýk­ur upp

Fer­metra­verð í Norðurþingi rýk­ur upp

153
0
Mynd: mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Íbúðamarkaður­inn á Ak­ur­eyri hef­ur verið líf­legri en á höfuðborg­ar­svæðinu ef fjöldi kaup­samn­inga er bor­inn sam­an við fjölda íbúða. Í sum­um sveit­ar­fé­lög­um á Norður­landi er markaðsverð íbúða þó enn það lágt að það haml­ar upp­bygg­ingu.

<>

Þetta er á meðal þess sem fram kom á opn­um fundi Íbúðalána­sjóðs um hús­næðismarkaðinn á Norður­landi sem hald­inn var á Hót­el KEA á Ak­ur­eyri í dag.

Á fund­in­um fór Ólaf­ur Heiðar Helga­son, hag­fræðing­ur í hag­deild Íbúðalána­sjóðs, yfir þróun mála á íbúðamarkaði á Norður­landi sem hef­ur ein­kennst af verðhækk­un­um og fjölg­un kaup­samn­inga. Hafa verðhækk­an­ir í sum­um sveit­ar­fé­lög­um á svæðinu verið tals­vert um­fram hækk­an­ir á landsvísu.

Kaup­samn­ing­um um íbúðir á Norður­landi fjölgaði um 20% í fyrra sem er ólíkt höfuðborg­ar­svæðinu þar sem kaup­samn­ing­um fækkaði um 7% milli ára.

Þá er Norðurþing það sveit­ar­fé­lag á svæðinu þar sem meðal­fer­metra­verð hef­ur hækkað mest, eða um 52% milli ár­anna 2015 og 2017. Á sama tíma­bili hækkaði meðal­fer­metra­verð um 27% á Ak­ur­eyri sem er svipuð hækk­un og í Reykja­vík. Meðal­sölu­tími íbúða á Norður­landi hef­ur einnig styst veru­lega und­an­far­in miss­eri og mæl­ist nú svipaður og á höfuðborg­ar­svæðinu.

Einnig var farið yfir stöðu mála á leigu­markaði. Tí­unda hver íbúð á Ak­ur­eyri er leigð út með þing­lýst­um leigu­samn­ingi sem er meira en að meðaltali á landsvísu. Hins veg­ar eru hlut­falls­lega færri íbúðir til leigu á Airbnb á Ak­ur­eyri en á landsvísu.

Frá fundinum í dag.
Frá fund­in­um í dag. Ljós­mynd/​Aðsend
Heimild: Mbl.is