Home Fréttir Í fréttum Verkís og Arkís arkitektar hönnuðu byggingu ársins í Noregi

Verkís og Arkís arkitektar hönnuðu byggingu ársins í Noregi

122
0
Sundhöllin er hönnuð af Verkís og Arkís arkitektum. mynd/verkís

Verkfræðistofan Verkís og arkitektastofan Arkís arkitektar hönnuðu sundhöllina Holmen í Asker í Noregi sem í gær var valið hús ársins 2017 þar í landi. Verkís var heildarráðgjafi verkefnisins en Arkís sá um alla arkitektahönnun hússins. Var verkefninu svo stýrt af OP-Verkis í Osló.

<>

Að því er segir í frétt á vef Verkís var sundhöllin opnuð síðastliðið sumar og hefur hún vakið mikla athygli. Bærinn Asker var byggjandi hallarinnar og lagði til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum í bænum sem er við ströndina.

Hátt í helmingur orkunnar sem notuð er við rekstur sundhallarinnar er aflað á lóð hennar sem gerir þessa tilteknu sundhöll því að einni orkuhagkvæmustu sundhöll í Noregi. Til þess að afla orkunnar eru notaðar varmadælur sem sækja orku úr 15 borholum á lóðinni sem eru 220 metra djúpaar auk sólarrafhlaðna og sólarfangara.

Sundhöllin var valin bygging ársins 2017 í Noregi. Hún er í bænum Asker. mynd/verkís

„Arkitektúr hússins byggir á þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Þak hússins er til dæmis aðgengilegt og formað sem hallandi grasflötur mót suðri og fangar fallegt útsýni fjarðarins. Auk arkitektahönnunar sáu Arkís um landslagshönnun og önnuðust umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Arkitektúr hússins hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi.

Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana, hönnun allra verkfræðilegra þátta, hönnun gatnakerfis, jarðtækni, gerð útboðsgagna, ráðgjöf á framkvæmdartíma og gerð rekstrarhandbókar,“ segir í frétt um málið á vef Verkís.

Heimild: Visir.is