Tilboð opnuð 5. maí 2015. Endurbætur á rafkerfi Strákaganga. Verkið felst í að setja upp nýja neyðarstöðvarskápa með símum og slökkvitækjum, bæta lýsingu, leggja ljósleiðara, setja upp lýst umferðarmerki, rafbakhjarla og setja upp iðntölvur og tengja ýmsan búnað við þær.
Helstu magntölur eru:
Aflstrengir 1000 m
Ljósleiðari – single mode, 24 leiðari 1000 m
Uppsetning síma- og slökkvitækjaskápa 6 stk.
Aðaltafla í tæknirými 1 stk.
Varaafl 2 stk.
Upplýst umferðarskilti 6 stk.
Verkinu skal að fullu lokið 1. desember 2015.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Rafmenn ehf., Akureyri | 24.786.801 | 134,6 | 2.581 |
Tengill ehf., Sauðárkróki | 22.205.720 | 120,6 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 18.409.000 | 100,0 | -3.797 |
Heimild: Vegagerðin