Home Fréttir Í fréttum Blendin viðbrögð við byggð á golfvelli í Garðabæ

Blendin viðbrögð við byggð á golfvelli í Garðabæ

305
0
Mynd: RÚV
Verðlaunatillaga um breyttan golfvöll við Vífilsstaði hefur vakið blendin viðbrögð félaga í GKG. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir að ekki sé tekið nægilegt tillit til þarfa golfíþróttarinnar sjálfrar, en unnið sé að endurbótum.

Garðabær vinnur að uppbyggingu við Leirudalsvöll Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð og íþróttaaðstöðu. Efnt var til verðlaunasamkeppni og tillagan sem lenti í fyrsta sæti gerir ráð fyrir að töluverðar breytingar verði á golfvellinum, byggð fari yfir æfingasvæði nærri Reykjanesbraut og hluta vallarins og nýjar brautir verði gerðar annars staðar. Hér má sjá hvernig skipulag á vellinum breytist samkvæmt tillögunni. Framkvæmdastjóri GKG segir margt skemmtilegt við tillöguna.

<>

„En svona út frá golffræðilegum sjónarmiðum þá erum við ekkert allt of sátt með það. Það breytir því ekki að þarna er kominn ákveðinn grunnur og núna erum við að vinna með Garðabæ í því að hérna framtíðar golfvöll sem verður glæsilegur og flottur ásamt metnaðarfullu æfingasvæði,“ segir Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG.

Viðræður standa yfir við bæjaryfirvöld í Garðabæ um hvernig megi breyta tillögunni, því ekki sé einfalt að hanna golfvöll. „Golfarkitektúr er flókið fyrirbirgði og skipulag á golfvöllum er flókið fyrirbrigði, þess vegna höfum við golfvallaarkitekta. Núna er staðan sú að það er kominn golfvallaarkitekt í málið og núna vinnum við út frá þessum tillögum. Þetta eru tillögur sem komu þarna fram.

Golfskáli félagsins er nýr og stór, en eins og gefur að skilja þarf hann að vera á ákveðnum stað á vellinum. Þá segir Agnar að öflugt ungmennastarf sé í félaginu og því skipti máli að æfingasvæðið sé nærri. Hann segir að félagsmönnum hafi ekki litist á framtíðarskipulagið í fyrstu. „Við héldum stóran og mikinn félagsfund og eftir að þau áttuðu sig á því að þetta eru tillögur sem verða unnar áfram með okkur, þá er komin ró í málið aftur.“

Heimild: Ruv.is