Reykjanesbær óskaði á dögunum eftir tilboðum í um 585 fermetra viðbyggingu við núverandi byggingu að Skógarbraut 932 á Ásbrú, en um er að ræða leikskólabyggingu sem gefin var af fasteignafélögum á svæðinu..
Tvö tilboð bárust í verkið sem er fólgið í útvegun og byggingu viðbyggingar sem skal vera úr einingum sem auðvelt er að reisa og taka niður til uppsetningar annarsstaðar.
Lægara tilboðið í verkið var frá Hýsi, að upphæð 168.413.613,- og það hærra frá HD húsum að upphæð 194.644.784,-. Bæði tilboðin voru því undir kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar sem er tæplega 209 milljónir króna.
Heimild: Sudurnes.net