Home Fréttir Í fréttum Nýtt hótel opnar í Vík í Mýrdal fyrir næsta sumar

Nýtt hótel opnar í Vík í Mýrdal fyrir næsta sumar

136
0
Hótel Kría í Vík er staðsett við þjóðveg númer eitt í gegnum þorpið í Vík. Mynd/Pro-Ark teiknistofa

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt glæsilegt hótel í Vík í Mýrdal sem áformað er að opni í lok júní næstkomandi. Nýja hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og þar verða 72 herbergi ásamt veglegum veitingasal, en hótelið verður staðsett við nýja götu, að Sléttuvegi 12-16 sem liggur samsíða þjóðvegi 1.

<>

Hótel Kría er að hluta byggt úr einingum frá Moelven í Noregi sem er eitt stærsta húseiningafyrirtæki í Evrópu, en framleiðsla Moelven hefur gefið góða raun við íslenskar aðstæður. Miðrými hótelsins, m.a. gestamóttaka og veitingasalur, er byggt úr forsteyptum einingum.

Aðstandendur að byggingu og rekstri Hótel Kríu í Vík í Mýrdal eru þeir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson.

Miðrými hótelsins, m.a. gestamóttaka og veitingasalur, er byggt úr forsteyptum einingum.

Vilhjálmur og Hjálmar hafa mikla reynslu af ferðaþjónustu sem eigendur og stjórnendur ALP hf. til magra ára, en ALP hf rekur ma. bílaleigur undir merkjum AVIS og Budget. Auk þess eru þeir eignar- og rekstraraðilar að Hótel Laxá í Mývatnsveit, 80 herbergja hótels sem byggt var á aðeins 7 mánuðum árið 2014, enda að hluta til byggt með innfluttum einingum frá Moelven.

Sigurður Elías Guðmundson hefur margra ára reynslu af hótel og veitingarekstri í Vík í Mýrdal og er meðal annars eigandi Icelandair Hótels Vík sem og eigandi og rekstraraðili Víkurskála, veitingastaðarins Icecave og Lavecafé í nýrri og glæsilegri verslunarmiðstöð Icewear.

„Við sjáum mik­il tæki­færi í upp­bygg­ingu hótels á Vík í Mýrdal enda fjölfarinn ferðamannastaður sem skartar ægifagurri náttúru” segir Vilhjálmur.

„Það er mikil eftirspurn er eftir gistingu á svæðinu og við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna um gistingu hjá Hótel Kríu þó formleg sala og markaðssetning sé ekki hafin. Það verður opnað fyrir bókanir á næstu dögum og við eigum von á að það verði mikil eftirspurn strax á fyrstu dögunum.”

Heimild: Visir.is