Home Fréttir Í fréttum Ný laug og hótel rísa í Þjórsárdal

Ný laug og hótel rísa í Þjórsárdal

680
0
Þjórsárdalur Mynd: Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Auglýsa á breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi svo hægt verði að byggja nýja sundlaug í Þjórsárdal og gistiaðstöðu þar hjá. Þetta var samþykkt í skipulagsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þremur dögum fyrir jól.

<>

„Áætlanir eru um að byggja upp baðstað á svæðinu með laugasvæði fyrir almenning, ásamt búningsaðstöðu, veitingastað og gistiaðstöðu í allt að 40 herbergjum/gistirýmum. Mannvirki verða á allt að tveimur hæðum og felld að landi eins og kostur er,“ segir í skipulagslýsingu.

Það er Rauðikambur ehf. sem stendur að verkefninu. Félagið er í eigu Ragnheiðar B. Sigurðardóttur, Ellerts K. Schram og Magnúsar Orra Schram, fyrrverandi alþingismanns.

Heimild: Visir.is