Sigurður Sigurgeirsson fjárfestir krafði Reykjavíkurborg um allt að 1,3 milljarða í bætur vegna breytts skipulags á Hlíðarenda.
Forsaga málsins er sú að Sigurður keypti tvo af fjórum helstu íbúðarreitum svæðisins. Reykjavíkurborg heimilaði síðan aukið byggingarmagn á öðrum reit vestan við þá.
Fram kom í bréfi lögmanns Sigurðar að sú breyting myndi rýra verðmæti fyrirhugaðra íbúða á lóðum hans. Vegna þessa færi hann fram á allt að 1.330 milljónir í bætur frá borginni, að því er fram kemur í fréttaskýring um þetta deilumál í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is