Home Fréttir Í fréttum 750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn

750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn

116
0
Yf­ir­lits­mynd af nýja Skeifu­svæðinu miðað við ramma­skipu­lagið sem samþykkt var í borg­arráði. . Horft er til norðurs. Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

Nýtt ramma­skipu­lag fyr­ir Skeifu­svæðið var samþykkt í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur í gær, en þar er gert ráð fyr­ir heild­ar end­ur­skipu­lagn­ingu svæðis­ins þar sem stór hluti hús­anna á svæðinu verður end­ur­byggður. Þá er gert ráð fyr­ir viðbygg­ing­um við fjölda húsa. Sam­tals er gert ráð fyr­ir að meira en tvö­falda nú­ver­andi bygg­ing­ar­magn á svæðinu, þar af að reisa 750 íbúðir, auka fram­leiðslu- eða þjón­ustu­rými um 60% og byggja bíla­stæðahús. Þá er mik­il áhersla lögð á al­manna­svæði í skipu­lag­inu.

<>

Úr 119 þúsund fm í 270 þúsund fm

Sam­kvæmt ramma­skipu­lag­inu er gert ráð fyr­ir 750 íbúðum sem sam­tals verða um 67.500 fer­metr­ar. Það þýðir að meðal­íbúð verður um 90 fer­metr­ar. Í dag er svo gott sem eng­in íbúðabyggð á svæðinu, en sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2010-2030 er gert ráð fyr­ir 500 íbúðum. Þá var fyrr á þessu ári til­kynnt að horft væri til 750 íbúða við vinnu á skipu­lagi svæðis­ins.

Heild­ar­bygg­ing­ar­magn í Skeif­unni í dag er um 119 þúsund fer­metr­ar, en heim­ild er fyr­ir 141 þúsund fer­metra. Svo gott sem allt það rými er fram­leiðslu- eða þjón­ustu­rými. Sam­kvæmt nýja ramma­skipu­lag­inu er gert ráð fyr­ir að það verði um 190 þúsund fer­metr­ar. Til viðbót­ar bæt­ist 13.300 fer­metra bíla­stæðahús á miðju svæðinu. Verður heild­ar bygg­ing­ar­magn á Skeifu­svæðinu sam­kvæmt þessu 270 þúsund fer­metr­ar, sem er 126% meira en nú er til staðar og um 90% meira en heim­ilað bygg­ing­ar­magn sam­kvæmt deili­skipu­lagi er.

Svæðið verður end­ur­byggt að stór­um hluta

Sam­kvæmt ramma­skipu­lag­inu er gert ráð fyr­ir að stór hluti svæðis­ins verði end­ur­byggður eða að nýj­um viðbygg­ing­um verði bætt við nú­ver­andi hús. Þetta á meðal ann­ars við um stór­an hluta miðsvæðis Skeif­unn­ar, nýj­ar hús­araðir meðfram Miklu­braut og Suður­lands­braut og norðaust­ur­hluta svæðis­ins.

Rauði liturinn táknar ný hús, fjólublái liturinn táknar viðbyggingar við ...
Rauði lit­ur­inn tákn­ar ný hús, fjólu­blái lit­ur­inn tákn­ar viðbygg­ing­ar við nú­ver­andi hús og blái lit­ur­inn hús sem munu áfram standa sam­kvæmt nýju ramma­skipu­lagi. Eins og sjá má er horft til þess að end­ur­byggja svæðið að stór­um hluta. Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

Færri bíla­stæði og ekki krafa um að bíla­stæði fylgi íbúð

Byggðin get­ur að jafnaði orðið fjög­urra til sex hæða við borg­ar­göt­ur sam­kvæmt skipu­lag­inu og þá hæst við meg­in­göngu­ás­inn og sam­göngu­torg sem verður næst Glæsi­bæ.

Í dag er bíla­stæðafjöldi Skeif­unn­ar 2.745 of­anj­arðar auk 80 stæða í bíl­skýl­um. Flest stæðanna eru al­menn­ings­stæði, en einnig eru 108 einka­stæði. Sam­kvæmt ramma­skipu­lag­inu er gert ráð fyr­ir að bíla­stæðum muni fækka. Krafa verður um lægra hlut­fall bíla­stæða og á bíla­stæði ekki sjálf­krafa að fylgja með íbúðum sem eru ná­lægt við stoppistöð fyr­ir­hugaðrar borg­ar­línu. Er frek­ar hugsað til þess að íbú­ar geti keypt sér aðgang að stæði. „Það er, kostnaður við gerð bíla­stæða skal ekki vera innifal­inn í íbúðar­verði held­ur bæt­ist við ef óskað er eft­ir stæði í bíla­stæðahús,“ eins og seg­ir í grein­ar­gerð með ramma­skipu­lag­inu.

Kröf­ur um al­manna­rými, gróður og bætt um­hverfi

Borg­in mun hafa tals­vert með heild­ar­út­lit svæðis­ins að segja sam­kvæmt skipu­lag­inu. „Fram­hliðum lóða sem snúa að borg­ar­rými hverf­is­ins verði stýrt hnit­miðað með skipu­lags- og bygg­ing­ar­skil­mál­um, á meðan aðrir hlut­ar inn­an skipu­lags­ins t.d. upp­bygg­ing á baklóðum verður frjáls­ari.“

Yfirlitsmynd skipulagsreita Skeifusvæðisins samkvæmt rammaskipulagi.
Yf­ir­lits­mynd skipu­lags­reita Skeifu­svæðis­ins sam­kvæmt ramma­skipu­lagi. Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

Þá þurfa lóðaeig­end­ur að verða við ýms­um auka­kröf­um eigi að bæta bygg­ing­ar­magn á reit­um þeirra. „Aukn­um bygg­ing­ar­heim­ild­um lóða munu fylgja kvaðir um að lag­færa og bæta um­hverfið, göngu­leiðir á lóðum og ásýnd mann­virkja gagn­vart borg­ar­rým­inu, ásamt kröfu um lægra hlut­fall bíla­stæða og ákveðið hlut­fall gróðurs á lóð, t.d. í þak­görðum.“

Einnig er lögð fram til­laga um að skil­yrt verði að við upp­bygg­ingu lóða sé um 15-25% hluti henn­ar notaður und­ir al­menn­ings­rými, garð eða torg.

Áhersla á bílaum­ferð, gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur

Tekið er fram að sam­göng­ur við svæðið séu lyk­il­atriði og að aðkoma bíla eigi að vera auðveld og er meðal ann­ars horft til end­ur­bóta á nær­liggj­andi göt­um eins og Grens­ás­vegi. Aft­ur á móti verður lokað fyr­ir inn- og út­keyrslu af svæðinu á norðaust­ur horni svæðis­ins, þar sem nú er veit­ingastaður­inn Metró.

Fyrst verður þó horft til að bæta aðstöðu gang­andi og hjólandi veg­far­enda og verður stíga­kerfi Skeif­unn­ar styrkt og teng­ing­um við nær­liggj­andi hverfi bætt.

Teikn­ing/​Kanon arki­tekt­ar

Úr stærri iðnaðarein­ing­um í minni þjón­ustu­ein­ing­ar

Skeif­an var upp­haf­lega byggð sem svæði fyr­ir létt­an iðnað og um­fangs­meiri starf­semi. Í ramma­skipu­lag­inu seg­ir að þetta hafi mikið breyst á und­an­förn­um árum, en að enn sé nokkuð um um­fangs­meiri fram­leiðslu. „Í nýrri Skeifu verður byggðin smám sam­an þétt með áherslu á blönd­un íbúða og at­vinnu. Lögð er áhersla á minni þjón­ustu­ein­ing­ar sem henta borg­ar­göt­um og fjöl­breytt­ar íbúðir sem stuðla að fé­lags­legri fjöl­breytni.“ Þá er gert ráð fyr­ir að í nýj­um þjón­ustu­rým­um á jarðhæð verði al­mennt 4 metra loft­hæð og er það hugsað til að gera starf­semi sýni­legri.

Horft er til þess að reisa leik­skóla á svæði sunn­an Goðheima­blokka sam­kvæmt skipu­lag­inu, en svona mik­illi upp­bygg­ingu fylg­ir innviðaupp­bygg­ing sem þessi.

Heimild: Mbl.is