Home Fréttir Í fréttum Fylk­ir fær gervi­gras og Reykja­vík­ur­borg lóðir

Fylk­ir fær gervi­gras og Reykja­vík­ur­borg lóðir

207
0
Dag­ur B. Eggerts­son og Björn Gísla­son hand­sala sam­komu­lagið. Ljós­mynd: mbl.is/​Aðsend

Í dag var gengið frá sam­komu­lagi um upp­bygg­ingu á aðal­velli Fylk­is við Fylk­is­veg í Árbæ. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Björn Gísla­son formaður Fylk­is und­ir­rituðu sam­komu­lagið.

<>

Reykja­vík­ur­borg tek­ur að sér að leggja gervi­gras ásamt nauðsyn­legu und­ir­lagi með snjó­bræðslu­kerfi og vökv­un­ar­kerfi á aðal­völl fé­lags­ins og koma fyr­ir flóðlýs­ingu. Einnig verður annað sem til­heyr­ir vell­in­um svo sem girðing­ar, vall­ar­klukka, mörk og vara­manna­skýli end­ur­nýjað. Fylk­ir sér um að ljúka ýms­um nauðsyn­leg­um fram­kvæmd­um við völl­inn í tengsl­um við áhorf­enda­svæði.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um verði lokið seinni­hluta næsta árs. Völl­ur og búnaður verður eign Reykja­vík­ur­borg­ar að fram­kvæmd­um lokn­um og mun borg­in ann­ast rekst­ur vall­ar­ins, líkt og er með aðra gervi­grasvelli á svæðum íþrótta­fé­laga í borg­inni.

Æfinga­svæði milli Hraun­bæjar og Bæj­ar­háls sem Fylk­ir hef­ur nýtt verður ekki notað sem slíkt eft­ir að gervi­gras er komið á aðal­völl fé­lags­ins. Reykja­vík­ur­borg mun selja bygg­ing­ar­rétt á þeim lóðum sem þar losna.

Sam­eig­in­leg­ur stafs­hóp­ur Fylk­is og Reykja­vík­ur­borg­ar vinn­ur að þarfagrein­ingu vegna sam­starfs­samn­ings um framtíðaraðstöðu fé­lags­ins og á til­laga að liggja fyr­ir í fe­brú­ar.

Heimild: Mbl.is