Vaðlaheiðargöng hf. voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmd til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli, sem vinnur að gerð Vaðlaheiðarganga, tæplega fimmtíu og tvær milljónir króna. Deilan snerist um það hvort Ósafl eða Vaðlaheiðargöng hf. ætti að njóta lækkunar á virðisaukaskatti í ársbyrjun 2015 en samið var um verð með virðisaukaskatti. Heildarkosnaður við Vaðlaheiðargöng er talinn verða hátt í sextán milljarða króna.