Home Fréttir Í fréttum Þurfa að greiða Ósafli 52 milljónir

Þurfa að greiða Ósafli 52 milljónir

81
0
Mynd: RÚV
Vaðlaheiðargöng hf. voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmd til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli, sem vinnur að gerð Vaðlaheiðarganga, tæplega fimmtíu og tvær milljónir króna. Deilan snerist um það hvort Ósafl eða Vaðlaheiðargöng hf. ætti að njóta lækkunar á virðisaukaskatti í ársbyrjun 2015 en samið var um verð með virðisaukaskatti. Heildarkosnaður við Vaðlaheiðargöng er talinn verða hátt í sextán milljarða króna.

Í dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur var sagt að fyrirtaka væri í málinu í dag og lögmaður Vaðlaheiðarganga hf. sagði í samtali við Fréttastofu RÚV að hann teldi að dómari væri að óska frekari upplýsinga í málinu. Í ljós kom að alls ekki var um fyrirtöku að ræða heldur dómsuppsögu.

<>

Heimild: Ruv.is