Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða og tryggir aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu að danskri fyrirmynd e. Almene boliger. Þessu greinir N4 frá í dag.
Nú bætist Akureyri í hóp þeirra bæjarfélaga sem Bjarg ætlar að byggja í en bæjarstjórinn á Akureyri og forseti ASÍ koma til með að undirrita viljayfirlýsingu á fimmtudaginn næstkomandi um að þessar 75 íbúðir verði byggðar á næstu þremur árum.
Bjarg íbúðafélag hefur einnig undirritað viljayfirlýsingar við Reykjavík og Hafnarfjörð.
Eitt af meginmarkmiðum þessarar viljayfirlýsingar er að byggðar verði nýjar íbúðir á Akureyri til að auðvelda tekjulægri hópum að fá öruggt leiguhúsnæði í bænum.
Heimild: Kaffid.is