Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbætur á 4,2 km kafla á Laugarvatnsvegi, frá Grafará að Laugarvatni. Veturinn 2017-2018 skal vinna við efnisútvegun og breikkun vegarins. Eftir 15. apríl 2018 verður núverandi slitlag fræst upp, vegurinn styrktur og lögð út klæðing.
Helstu magntölur eru:
Fyllingar 8.255 m3
Fláafleygar 5.970 m3
Skeringar 8.715 m3
Neðra burðarlag 20.290 m3
Efra burðarlag 8.020 m3
Tvöföld klæðing 35.965 m2
Ræsalögn 217 m
Frágangur fláa 48.470 m3
Þurrfræsing 26.010 m2
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2018.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 9. október 2017. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 24. október 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.