Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Í dag steypir Ístak síðasta hlutann í undirstöðum undir Marriot hótelið

Í dag steypir Ístak síðasta hlutann í undirstöðum undir Marriot hótelið

98
0
mynd: Ístak/vb.is

Sú steypa sem notuð hefur verið í undirstöður Marriot hótelsins við Hörpuna jafnast á við 35 einbýlishús.

<>

Í dag steypir Ístak síðasta hlutann í undirstöðum undir Marriot hótelið sem nú rýs við Austurbakkann, við hluð tónlistarhússins Hörpu. Um er að ræða 700 rúmmetra plötu og þarf um 90 steypubíla í það verk. Samtals er þá búið að steypa um 5.000 rúmmetra á síðustu 4 mánuðum sem er á við um 35 einbýlishús.

Mikill framkvæmdahraði er í þessu verki og hafa framkvæmdir gengið vel segir í fréttatilkynningu frá Ístak, en uppsteypa á húsinu á að ljúka seinni hluta næsta árs.

Núna starfa um 60 starfsmenn við í byggingu hótelsins á vegum Ístaks. Framkvæmdir eru einnig hafnar hjá Ístak við verslunar- og íbúðarhús er rís við hlið Marriot hótelsins og verða þar fljótlega 40 starfsmenn í því verki. Heildarfjöldi starfsmanna Ístaks verður því um 100 manns í „holunni“ innan skamms.

Heimild: Vb.is og Ístak