Tilboð opnuð 26. september 2017.
Endurbygging Kjósarskarðsvegar (48) frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls. Verkið felst í undirbyggingu vegarins á sama stað, lögn ræsa, útlögn burðarlaga og klæðingar á 7,5 km kafla.
Helstu magntölur eru:
- – Bergskeringar 11.800 m3
- – Aðrar skeringar 38.000 m3
- – Fyllingar 31.000 m3
- – Ræsalögn 453 m
- – Endafrágangur ræsa 52 stk.
- – Styrktarlag (neðra burðarlag) 31.000 m3
- – Burðarlag (efra burðarlag) 8.300 m3
- – Vegrið 820 m
- – Klæðing 48.200 m2
- – Frágangur fláa 97.300 m2
Verklok eru 1. október 2018, útlögn klæðingar skal þó lokið fyrir 1. september 2018.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 283.782.000 | 107,8 | 28.412 |
Víðimelsbræður ehf., Reykjavík | 268.444.585 | 102,0 | 13.074 |
Norðurtak ehf, og Borgarvirki ehf., Reykjavík | 266.208.560 | 101,1 | 10.838 |
Áætlaður verktakakostnaður | 263.200.000 | 100,0 | 7.830 |
Þjótandi ehf., Hellu | 262.592.900 | 99,8 | 7.222 |
Þróttur ehf., Akranesi | 259.435.532 | 98,6 | 4.065 |
Suðurtak ehf., Selfossi | 258.350.900 | 98,2 | 2.980 |
Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir ehf., Selfossi | 255.370.430 | 97,0 | 0 |