Home Fréttir Í fréttum Landsbankinn auglýsir eftir arkitektum vegna nýbyggingar við Hörpu

Landsbankinn auglýsir eftir arkitektum vegna nýbyggingar við Hörpu

224
0

Landsbankinn auglýsir eftir arkitektum til að hanna nýbyggingu bankans við Austurbakka 2 í Reykjavík.

<>

Að flatarmáli verður byggingin 14.500 m² ofanjarðar og um 2.000 m² í kjallara, auk bílakjallara sem mun nýtast öllu svæðinu við Austurhöfn. Landsbankinn hyggst nýta um 10.000 m² af húsinu undir eigin starfsemi. Á jarðhæð er gert ráð fyrir rými fyrir verslun og þjónustu, þ.m.t. móttöku og afgreiðslu fyrir bankann. Nánari lýsingar eru í deiliskipulagi sem er aðgengilegt á vef Reykjavíkurborgar.

Óskað er eftir að arkitektar sem hafa áhuga á að hanna húsið sendi bankanum tölvupóst á neðangreint netfang. Í tölvupóstinum þurfa að koma fram upplýsingar um fyrri verk, árangur í samkeppnum, reynslu og starfsmannafjölda viðkomandi arkitektastofu auk annarra viðeigandi upplýsinga.

Landsbankinn mun í kjölfarið velja 3-4 arkitektastofur eða arkitektateymi til að skila frumtillögum að hönnun hússins og munu arkitektar sem valdir verða til þátttöku frá greidda þóknun fyrir tillögur sínar. Bankinn mun í kjölfarið leggja mat á tillögurnar og velja sér samstarfsaðila við endanlega hönnun hússins. Áætlaður skilafrestur á tillögum eftir val á 3-5 arkitektateymum er um tveir mánuðir. Landsbankinn áskilur sér einnig rétt til að hafna öllum tillögum.

Tölvupóstur með fyrrgreindum upplýsingum þarf að hafa borist Landsbankanum á pdf-formi á netfangið austurbakki@landsbankinn.is eigi síðar en mánudaginn 18. september nk.