Home Fréttir Í fréttum Um­fram­kostnaður vegna Norðfjarðarganga og jarðganga við Bakka

Um­fram­kostnaður vegna Norðfjarðarganga og jarðganga við Bakka

97
0
Frá Norðfjarðargöng­um. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Talið er að um­fram­kostnaður við Norðfjarðargöng verði um það bil einn millj­arður og um­fram­kostnaður við göng við Bakka um 470 millj­ón­ir.

<>

Þetta kem­ur fram á vef RÚV en þar svar­ar Vega­gerðin fyr­ir­spurn frétta­stof­unn­ar. Enn frem­ur kem­ur fram að helsta ástæða um­fram­kostnaður sé vegna verðbóta til verk­taka og auk­inna ör­yggis­krafna í Norðfjarðargöng­um og vegna leka í göng­um á Bakka.

Eins og áður hef­ur komið fram er ljóst að ein­hver töf verður á opn­un Norðfjarðarganga en nú stend­ur til að opna þau í októ­ber. Göng­in leysa af veg­inn um Odds­skarð, sem hæst stend­ur í um 600 metra hæð og get­ur verið mik­ill far­ar­tálmi. Fram­kvæmd­ir við göng­in hafa staðið yfir frá 2013

Heild­ar­kostnaður við Norðfjarðargöng verður því 14,3 millj­arðar í stað 13,3 og heild­ar­kostnaður við Bakka verða 3570 millj­ón­ir í stað 3100 millj­óna. Um­fram­kostnaður er ekki inni í fjár­veit­ing­um til fram­kvæmda að sögn Vega­gerðar.

Heimild: Mbl.is