Home Fréttir Í fréttum Höfuðstöðvar Landsbankans rísa við Austurhöfn

Höfuðstöðvar Landsbankans rísa við Austurhöfn

174
0
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Bankinn hefur skoðað ýmsa kosti í húsnæðismálum í samvinnu við KPMG og Mannvit verkfræðistofu og var niðurstaða greiningar KPMG að Austurhöfn væri ákjósanlegasti kosturinn.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbankanum. Landsbankinn tilkynnti í byrjun júlí 2015 að nýjar 14.500 fermetra höfuðstöðvar bankans ríki við hlið Hörpu í Austurhöfn í Reykjavík. Byggingaráformin hafa mætt harðri gagnrýni frá meðal annars Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, og var hönnunarsamkeppni um fyrirhugaða nýbyggingu bankans frestað.

<>

Í fréttatilkynningunni segir að bankinn muni nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Bankinn muni fyrst og fremst nýta efri hæðir hússins þar sem fermetraverð er metið sambærilegt og á skrifstofuhúsnæði á öðrum góðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Verðmætustu hlutar hússins á neðri hæðum verði að stærstum hluta seldir og umframrými á efri hæðum leigt út.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir ánægjulegt að lausn á húsnæðisvanda bankans sé í sjónmáli. „Starfsemi bankans í miðborg Reykjavíkur er í 13 húsum, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði, og er húsnæðið bæði óhagkvæmt og óhentugt. Þetta er eitt af þeim skrefum sem brýnt er að taka til að bæta reksturinn og gera Landsbankann betur í stakk búinn til að þróast í síbreytilegu umhverfi. Við munum vanda til verka við úrlausn þessa máls, enda mikilvægt að vel takist til. Við viljum gæta sérstaklega að því að hús bankans við Austurstræti 11, sem hefur menningarlegt og sögulegt gildi, fái áfram að njóta sín.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að nú hefjist undirbúningsvinnan fyrir alvöru. „Með því að selja eða leigja um 40% hússins við Austurhöfn, þar á meðal þá hluta sem eru metnir verðmætastir, nýtur bankinn þess að eiga lóð á góðum stað. Landsbankinn mun byggja hagkvæmt hús sem mun falla vel að umhverfi sínu. Þessi ákvörðun bankaráðs er fyrsta skrefið og nú hefst undirbúningsvinnan fyrir alvöru.“

Heimild: Ruv.is