Home Fréttir Í fréttum Áforma tvö hót­el á Kárs­nesi

Áforma tvö hót­el á Kárs­nesi

258
0
Hér má sjá áformaða brú yfir Foss­vog og brýr yfir fyr­ir­hugaðar bíl­laus­ar eyj­ar. Teikn­ing/​Spot on Kárs­nes

Tug­millj­arða fram­kvæmd­ir eru að hefjast á Kárs­nesi í Kópa­vogi við upp­bygg­ingu íbúða og at­vinnu­hús­næðis. Áformað er að byggja brú yfir Foss­vog sem mun tengja Kárs­nesið við Vatns­mýr­ina í Reykja­vík.

<>

Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki sjá mik­il tæki­færi í upp­bygg­ingu gistiaðstöðu á þess­um tveim­ur svæðum. Deili­skipu­lagi fyr­ir tvær lóðir á Vest­ur­vör á Kárs­nesi hef­ur verið breytt og hafa tvær lóðir und­ir starf­semi WOW Air verið stækkaðar. Heim­ilt verður að byggja 12 þúsund fer­metra hús­næði á hvorri lóð og fer önn­ur und­ir höfuðstöðvar flug­fé­lags­ins en hin und­ir hót­el.

Vest­an við fyr­ir­hugað hót­el er annað hót­el, svo­nefnt Spa hót­el, í und­ir­bún­ingi.

Heimild: Mbl.is