Home Fréttir Í fréttum Aukin eftirspurn eftir lóðum í Ölfusi

Aukin eftirspurn eftir lóðum í Ölfusi

69
0

Kynningarátakið “Hamingjan er hér” fór í loftið í Ölfusi í mars og segjast fulltrúar sveitarfélagsins strax sjá merkjanlegan árangur af því.

<>

Á síðasta fundi skipulags-, byggingar-, og umhverfisnefndar voru sjö umsóknir um lóðir til afgreiðslu ásamt því að unnið er að grenndarkynningu á fjölbýlishúsum í Sambyggð. Fasteignasala í bænum hefur gengið mjög vel og hús rjúka út á mjög stuttum tíma.

„Það er greinilegt að fólk sér að hamingjan er hér og það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu og fjölgun,“ segir í frétt á heimasíðu Ölfuss.

Heimild: Sunnlenska.is