F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Veitna ohf. er óskað eftir tilboðum í verkið:
Miklabraut við Rauðagerði. Strætórein, stígar og hljóðvarnir. Útboð nr. 13920.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá þriðjudeginum 21. mars 2017.
Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar – Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella „New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.
Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 14:00 þriðjudaginn 4. apríl 2017.
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Um er að ræða gerð forgangsreinar Strætó á Miklubraut við Rauðagerði, gerð hljóðmana, stíga og hljóðveggja. Verkið felst meðal annars í útvíkkun á götu Miklubrautar, upprif göngustíga og gróðurs, gerð fráveitulagna, gerð hljóðmana og hljóðveggja, lagningu raflagna, uppsetningu götulýsingar, hellulögnum, malbikun, þökulögn og gróðursetningu.
Lokaskiladagur er 15. október 2017.
Helstu magntölur eru:
| Uppúrtekt | 8.400 m3 |
| Fylling | 9.900 m3 |
| Grjótgrindur | 1.085 m2 |
| Fráveitulagnir | 91 m |
| Niðurföll | 19 stk |
| Strengjalögn | 1.090 m |
| Ljósastólpar | 20 stk. |
| Mulningur | 1.960 m2 |
| Malbik | 4.920 m2 |
| Hellulögn | 166 m2 |
| Kantsteinar | 370 m |
| Þökulögn | 7.860 m2 |
| Gróðursetning | 1.454 stk. |












