Home Fréttir Í fréttum Álftanes – framkvæmdasamkeppni um tillögu að deiliskipulagi

Álftanes – framkvæmdasamkeppni um tillögu að deiliskipulagi

266
0

Garðabær efnir til framkvæmdasamkeppni um tillögu að deiliskipulagi fyrir miðsvæði og Suðurnes á Álftanesi. Svæðið sem samkeppnin nær til er um 50 ha að flatarmáli. Innan svæðisins er land sem bæði er skilgreint undir byggð og opin svæði í aðalskipulagi.
Stefnt er að því í kjölfar samkeppninnar að deiliskipuleggja svæðið sem aðlaðandi íbúðarbyggð og útivistarsvæði í góðu samræmi við þá byggð og náttúru sem fyrir er.
Samkeppnin er framkvæmdasamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og skilafrestur er til 16. maí 2017.  Rétt til þátttöku hafa félagar í Arkitektafélagi Íslands, Skipulagsfræðingafélagi Íslands og Félagi íslenskra landlagsarkitekta. Einnig nemendur í arkitektúr, skipulagsfræðum og landlagsarkitektúr. Skulu þátttakendur hafa rétt til skipulagsgerðar skv.gr.2.5. í skipulagsreglugerð.

<>

Keppnislýsing er aðgengileg hér (pdf-skjal)

Aðgengi að verkefnisvef þar sem öll ítargögn verður að finna verður afhent af trúnaðarmanni gegn skráningu til þátttöku frá 28. febrúar.

Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar

Auglýsing (pdf-skjal)