Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Borgarverk bauð lægst í Suðurhólana

Opnun útboðs: Borgarverk bauð lægst í Suðurhólana

688
0
Mynd: sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Opnuð voru tilboð í lagningu klæðningar á Austurhóla og Suðurhóla, austan Akralands á Selfossi. Tveir verktakar buðu í verkið.

<>

Borgarverk ehf. átti lægra boðið, tæplega 16,8 milljónir króna en Mjölnir, vörubílstjórafélag bauð rúmlega 19,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar Eflu hljóðaði upp á rúmar 22,6 milljónir króna.

Verkinu á að vera lokið þann 30. júní næstkomandi.

Heimild: Sunnlenska.is