Home Fréttir Í fréttum Vatnsflaumur í austurenda Vaðlaheiðarganga

Vatnsflaumur í austurenda Vaðlaheiðarganga

89
0

Mikið vatn hefur flætt í Vaðlaheiðargöngum eftir að vatnsæð opnaðist í göngunum í gær. Nú ber svo við að vatnsflaumurinn er austanmegin í göngunum, í Fnjóskadal, en hingað til hafa helstu vatnsflóðin verið í vesturenda ganganna.

<>

Einar Hrafn Hjálmarsson staðarstjóri segir að ansi mikið vatn sé í göngunum og að dælur séu þar í gangi til að vinna á vatnsflaumnum. Hann segir að það sé of snemmt að segja til um hvort og þá hversu lengi vatnsflaumurinn tefji vinnu í göngunum. Það skýrist á næstu dögum.

Upphaflega var sagt að heitavatnsæð hefði opnast. Það er rangt. Þetta er kalt vatn.

Heimild: Rúv.is