Home Fréttir Í fréttum Unnið er að 2.500 fermetra viðbyggingu við frystihúsið ÚA á Akureyri

Unnið er að 2.500 fermetra viðbyggingu við frystihúsið ÚA á Akureyri

273
0
Mynd/Hörður Geirsson

Einn og hálfur milljarður í stækkun á landsvinnslu Samherja

Unnið er að 2.500 fermetra viðbyggingu við frystihúsið ÚA á Akureyri, sem er í eigu Samherja, til að efla landvinnslu fyrirtækisins. Framkvæmdir hófust í vetur og er áætlað að þeim ljúki í september nk. Að sögn Gests Geirssonar, framkvæmdastjóra landvinnslu hjá Samherja, kostar framkvæmdin um 12-15 hundruð milljónir króna eða um einn og hálfan milljarð.

<>

„Þarna verður pökkun á ferskum og frosnum afurðum fyrir vinnslur Samherja á Akureyri og Dalvík. Einnig verður þarna lausfrystir og rými fyrir mótttöku og afskipun sem mun tengjast frystiklefunum,“ segir Gestur. Hann segir breytingarnar til þess gerðar að efla og bæta starfsemi Samherja.

Samherji hf. er í hópi umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og byggist rekstur félagsins á sjófrystingu, landvinnslu á bolfiski, fiskeldi og markaðs- og sölustarfsemi. Í landvinnslum félagsins á Eyjafjarðarsvæðinu starfa um 300 manns.

Heimild: Vikudagur.is