Home Fréttir Í fréttum Skrifa undir samstarfssamning um skipulagsmál vegna hraðlestar

Skrifa undir samstarfssamning um skipulagsmál vegna hraðlestar

61
0
Frá undirritun samningsins. MYND/FLUGLESTIN-ÞRÓUNARFÉLAG

Sveitarfélögin Reykjanesbær, Sandgerði, Vogar og Garður og Fluglestin-þróunarfélag hafa undirritað samstarfssamning um skipulagsmál vegna hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðsins.

<>

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fluglestinni-þróunarfélagi.

Samningurinn gildir til fimm ára en á þeim tíma skuldbinda sveitarfélögin sig til að taka ekki taka þátt í sambærilegu verkefni við aðra en Fluglestina-þróunarfélag. Hætti félagið við verkefnið falli samningurinn úr gildi en þær greiningar og gögn sem orðið hafa til teljist opinberar og almenningseign.

Í tilkynningunni segir að markmiðið með samningnum sé að tryggja hagkvæmni framkvæmdarinnar og styrkja byggð og atvinnulíf á Suðurnesjum.

„Samið hefur verið um greiningu á samfélagslegum áhrifum framkvæmdarinnar á nærumhverfi með sérstöku tilliti til fasteignaverðs, launaþróunar og atvinnulífs, meðal annars ferðaþjónustu.

Verkefninu stýrir hópur skipaður fulltrúum frá sveitarfélögunum og þróunarfélaginu.

Breyta þarf skipulagi svo koma megi fyrir lestarlínu, lestarstöðvum og viðhaldsaðstöðu. Með samstarfssamningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir lóðum í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti, skv. nánara samkomulagi. Þá munu sveitarfélögin einnig tryggja nauðsynlegt samstarf við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum,“ segir í tilkynningunni.

Heimild: Visir.is