Home Fréttir Í fréttum Kærðu breytingu vegna borgarlínu

Kærðu breytingu vegna borgarlínu

56
0
Svona er áformuð lega borgarlínu frá Fossvogsbrú að HR. Mynd/Betri samgöngur

Forsvarsmenn Háskólans í Reykjavík eru ósáttir við útfærslu fyrirhugaðrar legu borgarlínu og stöðvar við skólann. Skólayfirvöld segja að ekkert samráð hafi verið haft við þau þrátt fyrir að samkomulag við borgina gerði ráð fyrir því. Kæru skólans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi þá ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna þessa var hafnað.

Skert aðgengi

Í athugasemdum skólans við skipulagstillögu vegna umræddra breytinga síðasta sumar er kvartað undan því að aðgengi að skólanum verði skert vegna framkvæmda þessara. Þannig feli umrædd deiliskipulagstillaga í sér að skólinn missi um 250-300 bílastæði við upphaf framkvæmda borgarlínu og „afar íþyngjandi“ kröfu um fjölgun hjólastæða á svæðinu.

Heimild: Mbl.is