Home Fréttir Í fréttum Útboð á frystikerfi endar í kærumáli

Útboð á frystikerfi endar í kærumáli

120
0

Fyrirtækið Áveitan ehf. hefur kært til borgarráðs Reykjavíkur þá ákvörðun innkauparáðs að taka tilboði Frostmarks ehf. í útboði vegna endurnýjunar á frystikerfi Skautahallarinnar í Reykjavík. Eigandi Áveitunnar telur að ekki hafi verið farið að leikreglum þar sem um frávikstilboð hafi verið að ræða sem tekið var fram í útboðsgögnum að væri óheimilt að skila inn. Opnað var fyrir tilboð í verkið í lok maí síðastliðnum og bárust tilboð frá tveimur fyrirtækjum, Frostmarki ehf. og Áveitunni ehf. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 24. júní síðastliðinn að gengið yrði að tilboði lægstbjóðanda, Frostmarks ehf., sem hljóðaði upp á 68,1 milljón króna. ##Bókað sem frávik Ekki verður þó um villst að í tilkynningu vegna niðurstöðu útboðsins er tilboð Frostmarks bókað sem frávik. Frávikstilboð er samkvæmt lögum um opinber innkaup skilgreint sem tilboð sem leysir þarfir kaupandans á annan hátt en gert er ráð fyrir í tæknilegri lýsingu útboðsgagna og uppfylli jafnframt lágmarkskröfur þeirra. Í sömu lögum skal hins vegar koma fram í útboðsgögnum hvort frávikstilboð séu óheimil, og hver séu skilyrði fyrir gerð þeirra. Haraldur Pálsson, eigandi Áveitunnar, fullyrðir að frávikstilboð hafi verið óheimil.

<>

Heimild: Dv.is