Stærsta pípulagningarfélag landsins, Landslagnir, veltu 2,3 milljörðum króna í fyrra.
Landslagnir voru rétt eins og árið áður stærsta pípulagningarfélag landsins á síðasta ári, með rúmlega 2,3 milljarða veltu og jókst veltan um 656 milljónir frá fyrra ári, eða um 39%.
JBÓ Pípulagnir voru næst stærsta pípulagningarfélagið í fyrra en veltuvöxtur félagsins á milli áranna 2023 og 2024 var ævintýralegur. Þannig nam veltan 320 milljónum árið 2023 en nam 1,5 milljörðum í fyrra. Veltuvöxturinn nam því 382% á milli ára.
Topplagnir voru þriðja tekjuhæsta pípulagnafélag landsins með rúmlega 1,3 milljarða veltu á síðasta ári. Félagið jók tekjur sínar um 13% á milli áranna 2023 og 2024. Tvö félög til viðbótar veltu yfir einum milljarði króna árið 2024. Kraftlagnir veltu rétt eins og Topplagnir rúmlega 1,3 milljörðum og Rörtöngin velti rétt rúmum milljarði.
Samanlögð velta pípulagningafélaganna nam rúmlega 12,7 milljörðum króna árið 2024 en til samanburðar veltu þau nærri 10,4 milljörðum árið áður. Veltuaukningin nam því 22,5%.

Nánar er fjallað um málið í 500 stærstu, riti Frjálsrar verslunar. Áskrifendur geta lesið greininguna í heild hér og blaðið hér. Þá er hægt að kaupa ritið hér.
Heimild: Vb.is












