Home Fréttir Í fréttum Ofanflóðavarnir Bíldudal: Val verktaka fellt úr gildi

Ofanflóðavarnir Bíldudal: Val verktaka fellt úr gildi

23
0
Bíldudalur

Skömmu fyrir jól var birtur úrskurður kærunefndar útboðsmála sem féll 10. nóvember 2025 þar sem nefndin felldi úr gildi þá ákvörðun Vesturbyggðar og Framkvæmdasýslunnar að taka tilboði Suðurverks ehf í ofanflóðavarnir á Bíldudal.

Tilboð í ofanflóðavarnir á Bíldudal voru opnuð 15. maí hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Tvö tilboð bárust. Borgarverk ehf bauð 1.747.427.848 kr. og Suðurverk ehf 1.872.547.053 kr.

Kostnaðaráætlun nam 1.793.531.920 kr. m.vsk.

Höfðu Framkvæmdasýslan og Vesturbyggðar hafnað tilboði Borgarverks, sem var lægra, þar sem fjárhagsstaðan væri ófullnægjandi. Var því borið við að veltufjárhlutfall Borgarverks samkvæmr ársreikningi 2023 væri 0,946 og því undir 1, sem væri undir þeim mörkum sem gerðar voru í útboðinu.

Suðurverk benti á að samkvæmt ársreikningi ársins 2024 hafi veltufjármunir verið 1,207 og að Framkvæmdasýslan hafi ekkert séð því til fyrirstöðu að semja nýlega við kæranda um umfangsmeira verkefni við snjóflóðavarnir á Flateyri sem og við fyrirtækið Héraðsverk sem kærandi sé hluthafi í vegna vinnu við snjóflóðavarnir á Seyðisfirði og Neskaupsstað.

Taldi varnaraðili kæranda uppfylla nægilega skilyrði um fjárhagslega getu vegna þeirra verkefna en þau séu mun umfangsmeiri.

Kærunendin féllst á körfu Suðurverks og felldi úr gildi ákvarðanir varnaraðila frá 10. júní 2025 um að hafna tilboði kæranda og velja tilboð Suðurverks hf. í útboðinu og  gerði varnaraðilum, Framkvæmdasýslunni og Vesturbyggð að greiða kæranda, óskipt, 1.500.000 krónur í málskostnað.

Segir kærunefndin í úrskurði sínum að ljóst eftir úrskurðinn að útboðið sé ennþá í gangi og er ekki loku fyrir það skotið að tilboð Suðurverks verði fyrir valinu.

Heimild: BB.is