Home Fréttir Í fréttum Óseldar nýjar íbúðir safnast upp

Óseldar nýjar íbúðir safnast upp

17
0
Byggingakranar í miðborginni. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Af öllum þeim íbúðum sem til sölu voru á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desembermánaðar var tæplega helmingurinn nýr eða 47,3%.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fasteignamarkaðinn.

Um 1.600 nýjar íbúðir til sölu

Alls voru um 3.400 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í upphafi mánaðar og nýjar íbúðir til sölu á svæðinu því um 1.600 talsins.

Hlutdeild nýrra íbúða í framboði var 43,3% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um 16,2% annars staðar á landsbyggðinni.

Heimild: Mbl.is