Home Fréttir Í fréttum 30.12.2025 Móahverfi á Akureyri – einbýlishúsalóðir lausar til úthlutunar

30.12.2025 Móahverfi á Akureyri – einbýlishúsalóðir lausar til úthlutunar

14
0
Mynd: Akureyrarbær

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa 13 einbýlishúsalóðir í Móahverfi lausar til úthlutunar.

Lóðirnar eru innan deiliskipulags fyrir Móahverfi sem tók gildi árið 2022, m.s.br. og eru þær allar byggingarhæfar. Hér má nálgast deiliskipulagsuppdrátt og greinargerð ásamt skilmálum fyrir einbýlishús í hverfinu.

Heiðarmói: mæliblað – gatnahönnun

Háimói: mæliblað – gatnahönnun

Hagamói: mæliblað – gatnahönnun

Hlíðarmói: mæliblað – gatnahönnun

*Byggingarréttargjald hækkar eða lækkar 1. hvers mánaðar samkvæmt byggingarvísitölu.

**Gatnagerðargjald hækkar eða lækkar 1. hvers mánaðar samkvæmt verðgrunni fyrir gatnagerðargjald hjá Hagstofu Íslands.

Hér má nálgast úthlutunarskilmála fyrir lóðirnar.

Bæði einstaklingar og lögaðilar geta sótt um lóðirnar en einstaklingar njóta forgangs. Lögaðilar geta því aðeins fengið lóð úthlutað þegar allir einstaklingar sem sóttu um hafa fengið lóð úthlutað.

Lögaðilar skulu leggja fram eftirfarandi gögn með umsókn:

  • Yfirlýsing banka eða annarrar fjármálastofnunar sem ber með sér að umsækjandi geti staðið undir kostnaði sem áætlaður er vegna byggingarframkvæmda og greiðslu gatnagerðar- og byggingarréttargjalda.
  • Ársreikning síðasta árs eða ársreikning ársins á undan. Reikningarnir skulu sýna jákvæða eiginfjárstöðu, sem nemur að minnsta kosti 15% af byggingarréttar- og gatnagerðargjalds.
  • Yfirlýsing viðkomandi lífeyrissjóða um að tilboðsgjafi hafi staðið í skilum með lífeyrissjóðsiðgjöld og gjöld til stéttarfélaga vegna starfsmanna sinna.
  • Staðfestingu viðkomandi innheimtuaðila á því, að tilboðsgjafi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, þ.e. skatta (þ.m.t. VSK), útsvar, fasteignagjöld.
  • Upplýsingar um byggingaráform, samræmi þeirra við skipulagsskilmála og áætlaðan byggingartíma.
  • Forgangslisti yfir þær lóðir sem sótt er um, ef sótt er um fleiri en eina lóð.

Einstaklingar skulu leggja fram eftirfarandi gögn með umsókn:

  • Yfirlýsing banka eða annarrar fjármálastofnunar sem ber með sér að umsækjandi geti staðið undir kostnaði sem áætlaður er vegna greiðslu gatnagerðar- og byggingarréttargjalda og byggingarframkvæmda.
  • Staðfestingu viðkomandi innheimtuaðila á því, að tilboðsgjafi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, þ.e. skatta (þ.m.t. VSK), útsvar, fasteignagjöld.
  • Upplýsingar um byggingaráform, samræmi þeirra við skipulagsskilmála og áætlaðan byggingartíma.
  • Forgangslisti yfir þær lóðir sem sótt er um, ef sótt er um fleiri en eina lóð.

Senda þarf inn umsókn með rafrænum hætti í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar innan auglýsts frests sem er kl. 12:00 þriðjudaginn 30. desember 2025. Dregið verður úr umsóknum á fundi skipulagsráðs 14. janúar 2026.