Home Fréttir Í fréttum 26.11.2025 Sprungu- og lagnaviðgerðir í Grindavík – Rammasamningur

26.11.2025 Sprungu- og lagnaviðgerðir í Grindavík – Rammasamningur

52
0
Mynd: VÍSIR/VILHELM

Vegagerðin býður út í rammasamningi sprungu- og lagnaviðgerðir í Grindavík, aðgerðaráætlun 2.

Rammasamningurinn mun gilda í eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Samningurinn getur því ekki orðið lengri en samtals 3 ár.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 27. október 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 26. nóvember 2025.

Útboðsgögn afhent: 27.10.2025 kl. 00:00
Skilafrestur 26.11.2025 kl. 14:00
Opnun tilboða: 26.11.2025 kl. 14:15

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.