Home Fréttir Í fréttum 10.000 fermetra hótel þar sem Sjónvarpið var áður

10.000 fermetra hótel þar sem Sjónvarpið var áður

36
0
Hyatt Centric Reykjavík. Húsið verður 10 þúsund fermetrar að stærð með 177 herbergi. Reitir munu reka hótelið. Teikning/THG arkitektar

Við byggingu nýs Hyatt-hótels á Laugavegi 176, þar sem Ríkissjónvarpið var áður til húsa, er lögð mikil áhersla á sjálfbærni og að draga sem mest úr kolefnisfótspori. Fasteignafélagið Reitir byggir húsið og mun einnig sjá um rekstur hótelsins.

Heildarstærð hótelsins verður um 10 þúsund fermetrar og af því eru um 3 þúsund fermetrar sem áður hýstu starfsemi Sjónvarpsins. Áætlað er að hótelið verði tilbúið seinni hluta árs 2026.

Berglind Ósk Ólafsdóttir, sem tók við stöðu forstöðumanns sjálfbærni hjá Reitum um mitt ár, segir félagið leggja áherslu á sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinni og í þróunar- og uppbyggingarverkefnum. Sjálfbærni snúist um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti.

Heimild: Mbl.is