Home Fréttir Í fréttum Íbúðir og verslun í stað brunarústa

Íbúðir og verslun í stað brunarústa

16
0
Niðurrif brunarústanna á Hvaleyrarbraut er hafið. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Niðurrif á brunarústum við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er loks hafið eftir stórbruna í ágúst árið 2023. Stærstur hluti fasteigna á lóðinni eyðilagðist í eldinum.

Verktakafyrirtækið Dverghamar keypti lóðina af fyrri eigendum og hefur samið við Hafnarfjarðarbæ um uppbyggingu lóðarinnar.

Verslanir og íbúðir koma

Á vef Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að stefnt sé að því að á lóðinni verði fjölbýlishús með að hámarki 58 íbúðum auk húsnæðis undir verslunar- og þjónustustarfsemi.

„Hér er um að ræða mikilvægan áfanga í uppbyggingu íbúða og þjónustu á svæðinu og fyrir Hafnfirðinga alla. Það er mikið fagnaðarefni að niðurrif sé hafið og að brunarústirnar verði farnar á næstu vikum,” segir Valdimar Víðisson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Eldur kviknaði í húsinu við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði 20. ágúst 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nálægð við golfvöll og útsýni yfir sjóinn

Dverghamar skuldbindur sig við að ljúka uppbyggingunni á fimm árum.

Gert er ráð fyrir að á lóðinni fari 5.711 fermetrar undir íbúðarhúsnæði, 120 fermetrar undir atvinnuhúsnæði, 2.400 fermetrar undir bílakjallara og 500 fermetrar undir geymslur.

„Staðsetningin er afar skemmtileg, nálægð við golfvöllinn og útsýni yfir sjóinn. Það er kominn tími til að hefja uppbyggingu á svæðinu,“ segir Karl Raymond Birgisson, framkvæmdastjóri Dverghamars á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Heimild: Mbl.is